Dún og fiður ehf framleiðir sjálf flestar dún sængur og kodda sjálf.

Öll framleiðslan er merkt Dún og fiður og ársstimpluð þannig að sjá megi framleiðsluárið þegar komið er með vöruna í hreinsun eða endurnýjun. Við endurnýjun á framleiðsluvöru Dún- og fiðurhreinsunarinnar er vörunni gefinn nýr ársstimpill.

Dún og fiður framleiðir flestar vörur sínar úr mismunandi dún og fiðri þ.e. Æðardún, Gæsadún í tveimur flokkum og Andardún. Og eru gæðin í þeirri röð sem hér er talið. Þannig fer í sæng sem er með 1 kg. af æðardún, snjógæsadún eða svanadún 1.1 kg. af andardún.

Dún og fiður framleiðir æðardúnssængur eingöngu eftir pöntunum. Aðrar dúnsængur eru fyrirliggjandi á lager í stærðunum 200X220, 140X220, 140X200, 100X140 og 80X100 en öll mál eru í cm. Aðrar stærðir eru framleiddar samkvæmt óskum viðskiptavinar.

Koddar eru fyrirliggjandi á lager í stærðunum 50x90, 50X70, 40X50 og 35X40 cm og pullur í stærð 15X50 cm. Eins og með sængur eru koddar framleiddir í öðrum stærðum að ósk viðskiptavinar. Púðar eru einungis framleiddir samkvæmt pöntunum.