Dún og fiður er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu, endurnýjun og hreinsun á sængum, koddum, púðum, pullum og skyldum vörum úr náttúrlegum dún og fiðri.
Dún og fiður byggir á um 65 ára gömlum merg, í eigu sömu fjölskyldu allan tímann. Á þessum tíma hefur safnast saman mjög mikilvæg þekking og reynsla á öllu sem lýtur að dún og fiðri, efnum því tengdu og meðhöndlun sængurfatnaðar.
Dún og fiður var stofnað 1. febrúar 1959 og var fyrst til húsa að Kirkjuteig 29 í Reykjavík, en 3. ágúst 1963 flutti fyrirtækið í eigið húsnæði að Vatnsstíg 3, Reykjavík. Dún og fiður er nú til húsa á Laugavegi 86.
Dún og fiður hefur með áratuga starfsemi skapað sér fastan sess í hugum borgarbúa og annarra landsmanna. Því hefur það verið stefna fyrirtækisins að breyta engu þar um né að vera með útsölur eða útibú á öðrum stöðum.