Þjónusta
Þjónusta
Dún og fiður er með þjónustu sína á Laugavegi 86. Er verslunin og móttaka á sængurfatnaði til endurnýjunar eða þvotta opin á mánudögum til föstudaga frá kl. 10:00 til 18:00. Aðeins er opið á laugardögum milli 11:00 og 16:00. Undantekningar eru í desember mánuði.
Hægt er að fá sængur og kodda, sem komið er með í þvott eða endurnýjun, eftir sólarhring ef komið er með það fyrir hádegi á mánudögum til föstudags.
Dún og fiður tekur að sér að hreinsa og endurnýja sængur og kodda óháð því hvar varan er framleidd. Vörur sem fyrirtækið endurnýjar fá nýjan ársstimpil.
Einfaldasta hreinsunin á sængum er þvottur og þurrkun í öflugum þurrkara. Hún er fullnægjandi ef dúnninn er óskemmdur og ver heilt og lítið slitið. Sé dúnninn hins vegar farinn að rýrna og/eða ver orðið slitið er boðið uppá að skipta um ver og bæta í dún eftir þörfum.