HREINSUN OG ENDURNÝJUN

Gefðu sænginni og koddanum lengra líf. Við tökum að okkur hreinsun og endurnýjun á sængum og koddum, óháð uppruna eða framleiðanda. Við metum ástandið og hvort hreinsun eða viðgerð borgar sig. Eftir endurnýjun fær Dún & fiður vara nýjan ársstimpil – merki um hreinleika og ferskleika.

Hröð þjónusta
Komdu með sængina og koddann fyrir hádegi á virkum dögum – og ef ekki er þeim mun meira að gera hjá okkur, getur þú sótt hana eftir sólarhring. Við gerum ferlið einfalt og fljótlegt – hrein sæng, og þú andar léttar.

Endurnýjun ef þarf
Þegar þvottur og þurrkun dugar ekki bjóðum við upp á endurnýjun. Ef verið er slitið eða dúnninn rýrnaður, metum við stöðuna, skiptum um ver og bætum í dún eftir þörfum. Munum að þetta eru náttúruafurðir sem rýrna og eiga sinn líftíma. Betri meðferð, lengri líftími.

Umhverfisvæn hreinsun
Við notum vistvænt hreinsiefni sem brotnar niður í náttúrunni á innan við einum sólarhring – betra fyrir jörðina og betra fyrir svefninn þinn.

Verðskrá

Sængur
140 x 200 cm – 5.900 kr.
140 x 220 cm – 6.400 kr.
200 x 220 cm – 8.100 kr.
220 x 240 cm – 8.500 kr.
240 x 260 cm – 8.900 kr.
Barna 100 x 140 cm – 4.600 kr.
Ungbarna 80x100 3.800kr.
Koddar
50 x 70 cm – 3.900 kr.
50 x 90 cm – 4.700 kr.
40 x 50 cm – 2.800 kr.
35 x 40 cm – 1.800 kr.

Gefðu sængi og kodda lengra líf – komdu þeim í hreinsun í dag.

 

CLEANING

Give your duvet and pillow a longer life. The main purpose of cleaning is to remove dirt and moisture from the down. The down gets longer life, lifts and lasts for many years if cleaning is carried out approximately every three years.

We use an eco-friendly cleaning agent that breaks down in nature in less than 24 hours – better for your sleep and better for the planet.