Dún og fiður tekur að sér að hreinsa og endurnýja sængur og kodda óháð því hvar varan er framleidd. Vörur sem fyrirtækið endurnýjar fá nýjan ársstimpil.

Hægt er að fá sængur og kodda, sem komið er með í þvott eða endurnýjun, eftir sólarhring ef komið er með það fyrir hádegi á mánudögum til föstudags.

Meginmarkmiðið með hreinsun á dúnsængum er að ná allri húðfitu og utanaðkomandi raka úr dúninum. Dúnninn lyftist upp inní sænginni og ef þetta er gert á um það bil 3 ára fresti þá lengist endingartími sængurinnar um mörg ár.

Einfaldasta hreinsunin á sængum er þvottur og þurrkun í öflugum þurrkara. Hún er fullnægjandi ef dúnninn er óskemmdur og ver heilt og lítið slitið. Sé dúnninn hins vegar farinn að rýrna og/eða ver orðið slitið er boðið uppá að skipta um ver og bæta í dún í anda-, svana- og snjógæsasængur eftir þörfum.

Efnið sem notað er við hreinsunina er vistvænt og brotnar niður í náttúrunni á innan við einum sólarhring. Þetta er auðvitað undirstaða heilbrigðis og þess að þú sofir betur.

Verðskrá á hreinsun:

140 x 200  5.500 kr.  50 x 70   3.500 kr.   50 x 90   4.500 kr.

140x220  5.900 kr.     40 x 50   2.900 kr.

200x220 7.200 kr.     220 x240   7.600 kr.  240 x 260  7.800 kr.

Barna 100 x 140  3.500 kr.

Ungbarna 2.800 kr.   35 x40  1000 kr.